„Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 12:11 Arnar Þór Viðarsson fylgist með leiknum í gær en við hlið hans eru aðstoðarþjálfarinn Davíð Snorri Jónsson og sjúkraþjálfarinn Ásta Árnadóttir. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Viðarsson var sérfræðingur í útsendingu Stöð 2 Sport frá leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni í gær en málin þróuðust óvænt þannig að eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, stýrði íslenska liðinu í leiknum. Allt starfslið A-landsliðs karla þurfti að fara í sóttkví daginn fyrir leikinn og Arnar Þór, þjálfari 21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, fékk útkall heiman frá Íslandi þegar hann var staddur erlendis í keppnisferð með 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson hafði daginn áður stýrt íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á Lúxemborg á útivelli en þurfti síðan að koma sér aftur heim til Íslands í tíma fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson spurði Davíð Þór út í ævintýri bróður hans eftir leikinn. Klippa: Davíð Þór um ferðalag bróður síns heim til Íslands „Þetta er búinn að vera heljarinnar sólarhringur hjá bróður þínum Davíð. Hann var í Lúxemborg í gær en hvernig var síðan ferðalagið,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson og Davíð Þór Viðarsson fékk orðið. „Ég held að það hafi verið þannig að hann var í Lúxemborg. Svo þegar það var ákveðið að hann færi heim til að stýra þessum leik þá held ég að hann hafi keyrt heim til sín til Lokeren. Það var stutt stopp þar eftir einn og hálfan tíma í akstri,“ sagði Davíð Þór Viðarsson og hélt áfram: „Svo tók bara við fimm til sex tíma keyrsla til Luton yfir nóttina. Svo var bara flug frá Luton til Íslands klukkan sex um morguninn. Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum svo ekki sé meira sagt,“ sagði Davíð Þór. „Ég efast ekki um annað en að hann eigi eftir að horfa til baka til þessa sem skemmtilegs móments á sínum þjálfaraferli,“ sagði Bjarni Guðjónsson sem var hinn sérfræðingur Stöð 2 Sport á leiknum. Hér fyrir ofan má sjá spjallið um ferðalagið en hér fyrir neðan er síðan viðtalið við Arnar Þór sem Henry Birgir Gunnarsson tók eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Arnar Þór Það eru um 700 kílómetrar í akstri frá Esch-sur-Alzette í Lúxemborg þar sem 21 árs landsleikurinn fór fram og til flugvallarins til Luton með viðkomu í Lokeren. Það má sjá keyrslu Arnars hér á þessu Google korti hér fyrir neðan. Kort af keyrslu Arnars Þórs Viðarssonar samkvæmt lýsingu bróður hans.Google Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson var sérfræðingur í útsendingu Stöð 2 Sport frá leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni í gær en málin þróuðust óvænt þannig að eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, stýrði íslenska liðinu í leiknum. Allt starfslið A-landsliðs karla þurfti að fara í sóttkví daginn fyrir leikinn og Arnar Þór, þjálfari 21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, fékk útkall heiman frá Íslandi þegar hann var staddur erlendis í keppnisferð með 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson hafði daginn áður stýrt íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á Lúxemborg á útivelli en þurfti síðan að koma sér aftur heim til Íslands í tíma fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson spurði Davíð Þór út í ævintýri bróður hans eftir leikinn. Klippa: Davíð Þór um ferðalag bróður síns heim til Íslands „Þetta er búinn að vera heljarinnar sólarhringur hjá bróður þínum Davíð. Hann var í Lúxemborg í gær en hvernig var síðan ferðalagið,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson og Davíð Þór Viðarsson fékk orðið. „Ég held að það hafi verið þannig að hann var í Lúxemborg. Svo þegar það var ákveðið að hann færi heim til að stýra þessum leik þá held ég að hann hafi keyrt heim til sín til Lokeren. Það var stutt stopp þar eftir einn og hálfan tíma í akstri,“ sagði Davíð Þór Viðarsson og hélt áfram: „Svo tók bara við fimm til sex tíma keyrsla til Luton yfir nóttina. Svo var bara flug frá Luton til Íslands klukkan sex um morguninn. Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum svo ekki sé meira sagt,“ sagði Davíð Þór. „Ég efast ekki um annað en að hann eigi eftir að horfa til baka til þessa sem skemmtilegs móments á sínum þjálfaraferli,“ sagði Bjarni Guðjónsson sem var hinn sérfræðingur Stöð 2 Sport á leiknum. Hér fyrir ofan má sjá spjallið um ferðalagið en hér fyrir neðan er síðan viðtalið við Arnar Þór sem Henry Birgir Gunnarsson tók eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Arnar Þór Það eru um 700 kílómetrar í akstri frá Esch-sur-Alzette í Lúxemborg þar sem 21 árs landsleikurinn fór fram og til flugvallarins til Luton með viðkomu í Lokeren. Það má sjá keyrslu Arnars hér á þessu Google korti hér fyrir neðan. Kort af keyrslu Arnars Þórs Viðarssonar samkvæmt lýsingu bróður hans.Google
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10
Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15
Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45
Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29