Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 07:49 Þorgrímur Þráinsson ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson eftir leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM í fyrra. vísir/vilhelm Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10
Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16