Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 11:07 Þorgrímur Þráinsson faðmar Birki Bjarnason að sér eftir sigurinn frækna á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. STÖÐ 2 SPORT Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16