Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 23:01 Axel Witsel er leikjahæstur í belgíska hópnum með 108 landsleiki. stöð 2 sport Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31