Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 23:01 Axel Witsel er leikjahæstur í belgíska hópnum með 108 landsleiki. stöð 2 sport Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31