Toshiki Toma hættur við að hætta að vera Vinstri grænn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 14:33 Toshiki segir fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa fengið sig til að verða Vinstri grænn á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020 Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020
Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira