Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:09 Mikið tekjufall hefur orðið hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum frá því að kóronuveirufaraldurinn skall á. Öllum landvörðum á Þingvöllum var sagt upp störfum í dag. Vísir/Vilhelm Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36
Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20
Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37