Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 20:44 Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi er heimilt að nota banvæn vopn gegn mótmælendum. EPA-EFE/STR Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24