Gylfi: Danir voru miklu betri Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. október 2020 21:19 Gylfi í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06
Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43
Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41