Danskur kokkur og fjölskyldufaðir myndaði vopnaviðskipti Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 13:21 Ulrich Larsen stendur við mynd af fyrrverandi leiðtogum Norður-Kóreu, Kim Il-sung og Kim Jong-il. KFA SCANDINAVIA Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu. Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu.
Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26