Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 12:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira