Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 12:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent