Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 21:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira