Fimm eru látnir eftir að árekstur varð á milli fisflugvélar og lítillar útsýnisflugvélar í vesturhluta Frakklands síðdegis í dag.
AFP greinir frá en í frétt fréttaveitunnar segir að tveir hafi verið um borð í fisflugvélinni og þrír í hinni, þær hafi rekist saman á flugi með þeim afleiðingum að þær hröpuðu til jarðar.
Allir sem þeir voru um borð í flugvélunum tveimur eru sagðir hafa látist í flugslysinu en ekki er vitað hvort að fleiri hafi sakað. Litla flugvélin er sögð hafa verið útsýnisflugvél að gerð DA40.
Slysið átti sér stað um klukkan fimm að staðartíma nú síðdegis, eða um þrjú að íslenskum tína. 45 slökkviliðsmenn komu að slysstörfum auk rannsóknarmanna sem rannsaka munu tildrög slyssins.