Mótmæltu lokunum með gríðarlegu magni af ísmolum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 17:47 Skoskir starfsmenn í veitingageiranum er ekki sáttir Getty/Ewan Bootman Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35