Akademískar hugleiðingar um frelsi best geymdar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 13:54 Ólafur Jóhann Ólafsson, segir akademískar hugleiðingar um frelsi best geymdar þar til faraldur kórónuveiru er yfirstaðinn. Stöð 2 „Kvittur um óeiningu meðal þess fólks sem er kosið til að leiða þjóðina er ekki hjálplegur. Og akademískar hugleiðingar um frelsi eru best geymdar þar til þessi plága er gengin yfir,“ skrifar Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur í grein sem birt var í Morgunblaðinu í morgun. Óeining meðal almennings um sóttvarnaaðgerðir í þessari þriðju bylgju faraldursins er til umfjöllunar í greininni og segir Ólafur að þríeykið þurfi að tönnlast á sömu leiðbeiningunum við okkur eins og „ungling á mótþróaskeiði.“ „Spekúlöntum og sumum stjórnmálamönnum þykir þetta heppilegur tími, nú þegar faraldurinn geisar og sjúkrahús eru byrjuð að fyllast, að viðra kenningar sínar um frelsi einstaklingsins sem þeir lásu kannski um þegar þeir voru ungir og móttækilegir en eiga lítið erindi í því stríði sem nú er háð,“ skrifar Ólafur. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins“ Hann segir að ólíkt því sem var í fyrstu bylgju faraldursins sé almenningur ekki samstíga lengur. Þegar fyrsta bylgjan hafi riðið yfir landið höfum við Íslendingar gripið fljótt til varna og gert það sem fyrir okkur var lagt. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins. Hér ríkti samstaða og það fólk sem lagði sig í líma – og hættu – til að verja okkur hin og sinna þeim sem veiktust fékk það þakklæti sem það átti skilið. Veiran var að miklu leyti kveðin niður og líf margra færðist nær vanahorfi. Úti í heimi var dáðst að framgangi okkar.“ „Nú erum við stödd í nýrri bylgju og ólíkt því sem áður var erum við ekki samstiga lengur. Það er stutt í þræturnar sem ið getum verið svo dugleg við,“ skrifar Ólafur. Upp á okkur komið að fara eftir einföldum leiðbeiningum Hann segir í upphafi greinarinnar að á fyrstu dögum marsmánaðar hafi hann verið staddur á góðgerðasamkomu í New York þar sem glatt var á hjalla þó talið bærist öðru hverju að veirunni sem var nýfarin að bæra á sér. Um kvöldið hafi hann meðal annars rætt við tvö landsfræg leikskáld um framtíðina en um mánuði síðar hafi þeir báðir við látnir. „Hvorugur þeirra hagaði sér eitthvað öðruvísi en ég þetta kvöld. Ég var bara heppinn,“ skrifar Ólafur. Hann segir það upp á okkur hin komið að hrökkva í sama far og í vor. Fara eftir einföldum leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda. „Þó ekki væri nema til að vernda þá sem eiga það á hættu að veikjast illa. Kannski er það líka aukinn hvati að minnast þess að það gætum verið við sjálf sem stæðum í þeim sporum – ef marka má reynsluna, þar á meðal mína af góðgerðarsamkomunni í vor.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. 10. október 2020 12:59 Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Kvittur um óeiningu meðal þess fólks sem er kosið til að leiða þjóðina er ekki hjálplegur. Og akademískar hugleiðingar um frelsi eru best geymdar þar til þessi plága er gengin yfir,“ skrifar Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur í grein sem birt var í Morgunblaðinu í morgun. Óeining meðal almennings um sóttvarnaaðgerðir í þessari þriðju bylgju faraldursins er til umfjöllunar í greininni og segir Ólafur að þríeykið þurfi að tönnlast á sömu leiðbeiningunum við okkur eins og „ungling á mótþróaskeiði.“ „Spekúlöntum og sumum stjórnmálamönnum þykir þetta heppilegur tími, nú þegar faraldurinn geisar og sjúkrahús eru byrjuð að fyllast, að viðra kenningar sínar um frelsi einstaklingsins sem þeir lásu kannski um þegar þeir voru ungir og móttækilegir en eiga lítið erindi í því stríði sem nú er háð,“ skrifar Ólafur. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins“ Hann segir að ólíkt því sem var í fyrstu bylgju faraldursins sé almenningur ekki samstíga lengur. Þegar fyrsta bylgjan hafi riðið yfir landið höfum við Íslendingar gripið fljótt til varna og gert það sem fyrir okkur var lagt. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins. Hér ríkti samstaða og það fólk sem lagði sig í líma – og hættu – til að verja okkur hin og sinna þeim sem veiktust fékk það þakklæti sem það átti skilið. Veiran var að miklu leyti kveðin niður og líf margra færðist nær vanahorfi. Úti í heimi var dáðst að framgangi okkar.“ „Nú erum við stödd í nýrri bylgju og ólíkt því sem áður var erum við ekki samstiga lengur. Það er stutt í þræturnar sem ið getum verið svo dugleg við,“ skrifar Ólafur. Upp á okkur komið að fara eftir einföldum leiðbeiningum Hann segir í upphafi greinarinnar að á fyrstu dögum marsmánaðar hafi hann verið staddur á góðgerðasamkomu í New York þar sem glatt var á hjalla þó talið bærist öðru hverju að veirunni sem var nýfarin að bæra á sér. Um kvöldið hafi hann meðal annars rætt við tvö landsfræg leikskáld um framtíðina en um mánuði síðar hafi þeir báðir við látnir. „Hvorugur þeirra hagaði sér eitthvað öðruvísi en ég þetta kvöld. Ég var bara heppinn,“ skrifar Ólafur. Hann segir það upp á okkur hin komið að hrökkva í sama far og í vor. Fara eftir einföldum leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda. „Þó ekki væri nema til að vernda þá sem eiga það á hættu að veikjast illa. Kannski er það líka aukinn hvati að minnast þess að það gætum verið við sjálf sem stæðum í þeim sporum – ef marka má reynsluna, þar á meðal mína af góðgerðarsamkomunni í vor.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. 10. október 2020 12:59 Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. 10. október 2020 12:59
Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55