Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2020 10:06 Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011: Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011:
Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40