Mikið gengið á hjá Kjartani | Stefnir á að koma heim á næsta ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 09:01 Kjartan Henry er snúinn aftur í raðir Horsens. vísir/getty Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira
Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira