Sif Atla fagnar því að Marta fái styttu af sér við hlið Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 13:30 Marta hefur ekki orðið heimsmeistari með brasilíska landsliðinu en oft komist nálægt því. Getty/Fred Lee Brasilíska knattspyrnukonan Marta fær styttu af sér fyrir utan safnið um sögu brasilísku landsliðanna í fótbolta. Ein af þeim sem er mjög ánægð að heyra þessar fréttir er íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir sem hefur verið áberandi í jafnréttisbaráttu fyrir knattspyrnukonur í Svíþjóð. „Þetta er alveg stórkostlegt. Halda upp á eina þá bestu í leiknum," skrifaði Sif eins og sjá má hér fyrir neðan. This is pretty awesome Celebrating one of the best in the game https://t.co/xIZ1RZWS8X— Sif Atladóttir (@sifatla) October 7, 2020 Sif Atladóttir mætti Mörtu á Laugardalsvellinum 13. júní 2917 þegar Marta tryggði Brasilíu 1-0 sigur á íslenska landsliðinu. Styttan af Mörtu verður í raunstærð og við hliðina á styttunni af Pele. Brasilíska kvennalandsliðið fær líka sinn stað í safninu en þar verður farið yfir sögu og afrek brasilíska kvennalandsliðsins. Marta hefur heldur betur komið við sögu þar en hún hefur skorað 108 mörk í 154 landsleikjum og er ekki hætt. Hún er markahæsti leikmaður í úrslitakeppni HM frá upphafi með 17 mörk og þá erum við bæði að tala um hjá körlum og konum. Marta spilar með liði Orlando Pride í bandarísku deildinni en hún varð á sínum tíma sjö sinnum sænskur meistari með þremur liðum. Marta hefur sex sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims hjá FIFA, fyrst fimm ár í röð frá 2006 til 2010 og svo aftur 2018. Fótbolti Brasilía Styttur og útilistaverk Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Brasilíska knattspyrnukonan Marta fær styttu af sér fyrir utan safnið um sögu brasilísku landsliðanna í fótbolta. Ein af þeim sem er mjög ánægð að heyra þessar fréttir er íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir sem hefur verið áberandi í jafnréttisbaráttu fyrir knattspyrnukonur í Svíþjóð. „Þetta er alveg stórkostlegt. Halda upp á eina þá bestu í leiknum," skrifaði Sif eins og sjá má hér fyrir neðan. This is pretty awesome Celebrating one of the best in the game https://t.co/xIZ1RZWS8X— Sif Atladóttir (@sifatla) October 7, 2020 Sif Atladóttir mætti Mörtu á Laugardalsvellinum 13. júní 2917 þegar Marta tryggði Brasilíu 1-0 sigur á íslenska landsliðinu. Styttan af Mörtu verður í raunstærð og við hliðina á styttunni af Pele. Brasilíska kvennalandsliðið fær líka sinn stað í safninu en þar verður farið yfir sögu og afrek brasilíska kvennalandsliðsins. Marta hefur heldur betur komið við sögu þar en hún hefur skorað 108 mörk í 154 landsleikjum og er ekki hætt. Hún er markahæsti leikmaður í úrslitakeppni HM frá upphafi með 17 mörk og þá erum við bæði að tala um hjá körlum og konum. Marta spilar með liði Orlando Pride í bandarísku deildinni en hún varð á sínum tíma sjö sinnum sænskur meistari með þremur liðum. Marta hefur sex sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims hjá FIFA, fyrst fimm ár í röð frá 2006 til 2010 og svo aftur 2018.
Fótbolti Brasilía Styttur og útilistaverk Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira