Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 21:37 Jóhann Berg með boltann á sínum baneitraða vinstri fæti. Alfreð Finnbogason fylgist vel með framvindunni. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35