Fótbolti

Sjáðu vítið sem Skomina og Varsjáin gáfu Rúmenum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slóvenski dómarinn Damir Skomina tók mjög skrýtna ákvörðun.
Slóvenski dómarinn Damir Skomina tók mjög skrýtna ákvörðun. Vísir/Hulda Margrét

Rúmenar minnkuðu muninn í 2-1 á móti Íslandi eftir að hafa fengið mjög vafasama vítaspyrnu frá Damir Skomina dómara.

Slóvenski dómarinn Damir Skomina dæmdi vítaspyrnu á íslenska landsliðið á 63. mínútu með aðstoð myndbandatækninnar en að mati hans þá gaf Ragnar Sigurðsson Rúmena olnbogaskot í skallaeinvígi inn í teig.

Damir Skomina fór að skjánum og var mjög lengi að skoða atvikið. Hann dæmdi að lokum vítaspyrnu. Það var samt erfitt að sjá annað en að þetta væri bara barátta um boltann.

Alexandru Maxim skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.

Hér fyrir neðan má sjá þessa umdeildu vítaspyrnu sem Rúmenar fengu á silfurfati frá Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×