Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2020 07:01 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segir að vantað hafi upp á samráð við íþróttahreyfinguna í síðustu aðgerðum heilbrigðisráðherra. vísir/daníel Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45