Fótbolti

Byrjunar­liðið gegn Rúmeníu: Guð­laugur Victor í hægri bak­verði og Jóhann Berg byrjar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári, Hannes og Aron Einar eru á sínum stað í byrjunarliðinu.
Kári, Hannes og Aron Einar eru á sínum stað í byrjunarliðinu. vísir/bára

Erik Hamrén hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hamrén stillir upp mjög leikreyndu byrjunarliði og sjö af þeim byrjuðu alla leikina á EM 2016.

Hannes Þór Halldórsson er á sínum stað í markinu og í vörninni eru Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon.

Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason eru á köntunum og á miðjunni fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason. Fyrir framan þá er Gylfi Þór Sigurðsson og fremstur er Alfreð Finnbogason.

Eins og áður sagði hefst leikur Íslands og Rúmeníu klukkan 18:45. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17:45.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson

Guðlaugur Victor Pálsson

Kári Árnason

Ragnar Sigurðsson

Hörður Björgvin Magnússon

Aron Einar Gunnarsson

Birkir Bjarnason

Arnór Ingvi Traustason

Jóhann Berg Guðmundsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Alfreð Finnbogason


Tengdar fréttir

„Við erum öll öskrandi fólk“

„Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×