Hætti fyrir fjórum árum en þurfti að vera á bekknum eftir að þrír markverðir greindust með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2020 14:32 Oleksandr Shovkovskiy er leikjahæsti leikmaður í sögu Dynamo Kiev. getty/Matthew Ashton Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Sjá meira
Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Sjá meira