Njarðvíkingum finnst bann Buljan vera óhóflegt og vilja endurskoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:03 Zvonko Buljan í leik með Telekom Baskets Bonn. Getty/ Dennis Grombkowski Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvetur stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í máli Króatans Zvonko Buljan. Zvonko Buljan byrjaði vel með Njarðvíkingum og var með 25 stig og 11 fráköst í tólf stiga sigri á KR-ingum. Hann gerðist hins vegar sekur um óíþróttamannslega framkomu í leiknum. Zvonko Buljan var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ fyrir að taka KR-inginn Roberts Stumbris hreðjataki í leik KR og Njarðvíkur í fyrstu umferð Domino´s deildar karla. Hér fyrir neðan er yfirlýsing Njarðvíkinga. Eins og fram hefur komið var Zvonko Buljan leikmaður Njarðvíkur í dag dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Niðurstaða nefndarinnar er stjórn KKD UMFN mikil vonbrigði. Stjórn KKD UMFN mótmælti ekki kærunni til aga- og úrskurðarnefndar þegar hún var upphaflega send til félagsins enda áttu gjörðir Buljan sem hann er dæmdur fyrir ekkert erindi við körfuknattleik. Njarðvík harmar þessa hegðun leikmannsins og verður tekið á málinu innanbúðar með viðeigandi hætti. Það er einróma mat stjórnar KKD UMFN að í þessu máli hafi aga- og úrskurðarnefnd farið umtalsvert úr hófi fram við dómskvaðningu sína. Að vísa til reglugerðar um líkamsmeiðingar eða tilrauna til slíks, þegar myndbandsupptakan sýnir glögglega að þarna var á ferðinni óviðeigandi hegðun og tilraun til ögrunar án líkamsmeiðinga, er óhóf af hálfu aga- og úrskurðarnefndar. Síðustu sex ár hafa sex leikmenn á Íslandi verið dæmdir í þriggja leikja bann eða meira. Ástæður hafa verið m.a. „hættuleg framkoma gagnvart dómurum leiksins.“ – „Sérlega grófur leikur eða ofbeldi.“ – „Alvarlega grófur leikur.“ Myndbandið sem farið var vel yfir í Körfuboltakvöldi sýnir að sú var ekki raunin í viðureign KR og Njarðvíkur þann 3. október og því vill stjórn KKD UMFN hvetja stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í málinu. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvetur stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í máli Króatans Zvonko Buljan. Zvonko Buljan byrjaði vel með Njarðvíkingum og var með 25 stig og 11 fráköst í tólf stiga sigri á KR-ingum. Hann gerðist hins vegar sekur um óíþróttamannslega framkomu í leiknum. Zvonko Buljan var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ fyrir að taka KR-inginn Roberts Stumbris hreðjataki í leik KR og Njarðvíkur í fyrstu umferð Domino´s deildar karla. Hér fyrir neðan er yfirlýsing Njarðvíkinga. Eins og fram hefur komið var Zvonko Buljan leikmaður Njarðvíkur í dag dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Niðurstaða nefndarinnar er stjórn KKD UMFN mikil vonbrigði. Stjórn KKD UMFN mótmælti ekki kærunni til aga- og úrskurðarnefndar þegar hún var upphaflega send til félagsins enda áttu gjörðir Buljan sem hann er dæmdur fyrir ekkert erindi við körfuknattleik. Njarðvík harmar þessa hegðun leikmannsins og verður tekið á málinu innanbúðar með viðeigandi hætti. Það er einróma mat stjórnar KKD UMFN að í þessu máli hafi aga- og úrskurðarnefnd farið umtalsvert úr hófi fram við dómskvaðningu sína. Að vísa til reglugerðar um líkamsmeiðingar eða tilrauna til slíks, þegar myndbandsupptakan sýnir glögglega að þarna var á ferðinni óviðeigandi hegðun og tilraun til ögrunar án líkamsmeiðinga, er óhóf af hálfu aga- og úrskurðarnefndar. Síðustu sex ár hafa sex leikmenn á Íslandi verið dæmdir í þriggja leikja bann eða meira. Ástæður hafa verið m.a. „hættuleg framkoma gagnvart dómurum leiksins.“ – „Sérlega grófur leikur eða ofbeldi.“ – „Alvarlega grófur leikur.“ Myndbandið sem farið var vel yfir í Körfuboltakvöldi sýnir að sú var ekki raunin í viðureign KR og Njarðvíkur þann 3. október og því vill stjórn KKD UMFN hvetja stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í málinu.
Hér fyrir neðan er yfirlýsing Njarðvíkinga. Eins og fram hefur komið var Zvonko Buljan leikmaður Njarðvíkur í dag dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Niðurstaða nefndarinnar er stjórn KKD UMFN mikil vonbrigði. Stjórn KKD UMFN mótmælti ekki kærunni til aga- og úrskurðarnefndar þegar hún var upphaflega send til félagsins enda áttu gjörðir Buljan sem hann er dæmdur fyrir ekkert erindi við körfuknattleik. Njarðvík harmar þessa hegðun leikmannsins og verður tekið á málinu innanbúðar með viðeigandi hætti. Það er einróma mat stjórnar KKD UMFN að í þessu máli hafi aga- og úrskurðarnefnd farið umtalsvert úr hófi fram við dómskvaðningu sína. Að vísa til reglugerðar um líkamsmeiðingar eða tilrauna til slíks, þegar myndbandsupptakan sýnir glögglega að þarna var á ferðinni óviðeigandi hegðun og tilraun til ögrunar án líkamsmeiðinga, er óhóf af hálfu aga- og úrskurðarnefndar. Síðustu sex ár hafa sex leikmenn á Íslandi verið dæmdir í þriggja leikja bann eða meira. Ástæður hafa verið m.a. „hættuleg framkoma gagnvart dómurum leiksins.“ – „Sérlega grófur leikur eða ofbeldi.“ – „Alvarlega grófur leikur.“ Myndbandið sem farið var vel yfir í Körfuboltakvöldi sýnir að sú var ekki raunin í viðureign KR og Njarðvíkur þann 3. október og því vill stjórn KKD UMFN hvetja stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í málinu.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira