Fótbolti

Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúmenar sjást hér prófaðir við komuna til Íslands á þriðjudagskvöldið.
Rúmenar sjást hér prófaðir við komuna til Íslands á þriðjudagskvöldið. frf.ro

Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna.

Rúmenar eru nú búnir að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófinu sem þeir gengust undir á landamærunum við komuna til Íslands.

Rúmenar fengu niðurstöðurnar sendar með smáskilaboðum í gær en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Enginn leikmaður eða starfsmaður rúmenska liðsins er með kórónuveiruna.

Rúmenar voru ósáttir með að fá niðurstöðuna seint en leikmenn og þjálfarar liðsins þurftu að bíða í næstum því sólarhring eftir niðurstöðunum.

„Eftir óréttlætanlega langa bið þá fengu við allir í kvöld niðurstöðurnar úr smitprófinu sem var framkvæmt í gærkvöldi við komuna til Íslands. Allir leikmenn og allir úr þjálfarateyminu voru neikvæðir,“ segir á heimasíðu rúmenska sambandsins.

Það fannst engu að síður smit því einn úr fararstjórn rúmenska liðsins fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófinu. Það kemur fram í fréttinni á heimasíðu rúmenska sambandsins að sá hinn sami hafi ekki verið í beinum samskiptum við leikmennina.

Sá sem var með kórónuveiruna bjó ekki í Mogoșoaia þar sem liðið gisti fyrir förina til Íslands og hafði greinst neikvæður í öllum prófum fyrir ferðalagið til Íslands. Viðkomandi fór í annað próf til að athuga hvort um falska greiningu hafi verið að ræða.

Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.

Rúmenski hópurinn bíður hér eftir að komast í kórónuveirupróf í Leifsstöð.frf.ro
View this post on Instagram

8 octombrie 21:45

A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×