„Mig langar til að lifa lengur“ Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2020 17:23 Sigurður G. er í áhættuhópi og áfram um að reglur séu hertar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Brynjar Níelsson segir hins vegar að þetta snúist ekki einvörðungu um heilsufar hans, auk þess sem Sigurður sjálfur geti gert eitt og annað fyrirbyggjandi. visir/vilhelm Sigurður G. Tómasson, ellilífeyrisþegi og öryrki og fyrrverandi útvarpsmaður, skrifar afgerandi Facebookfærslu nú fyrr í dag. Þar sem hann spyrðir þá Brynjar Níelsson alþingismann og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna saman. Honum þykir sem þeir vilji fara heldur gáleysislega að varðandi viðbrögð hins opinbera gagnvart kórónuveirunni. „Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef),“ skrifar Sigurður og tengir við nafn Brynjars, eða taggar eins og það heitir á tölvumáli. Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef).Posted by Sigurður G. Tómasson on Miðvikudagur, 7. október 2020 Ljóst er, ef skautað er yfir samfélagsmiðla, að æ fleiri tjá þá skoðun sína að vert sé að líta til annarra þátta í tengslum við aðgerðir hins opinbera en það eitt að berja niður útbreiðslu kórónuveirunnar. Talsvert fleiri en létu þá skoðun uppi í tengslum við fyrri aðgerðir sem sneru að hinni svokölluðu fyrstu bylgju. Hörð skoðanaskipti Brynjar er einn þeirra. Hann svarar Sigurði og segist skilja hans afstöðu mæta vel. „En þetta snýst um fleiri en þig. Ég er ekki viss um að réttlætanlegt sé að setja heiminn í gæsluvarðhald vegna heilsu þinnar auk þess sem þú getur gert margt sjálfur til að takmarka áhættuna.“ Þeir Brynjar og Sigurður skiptast á skoðunum um þessi sjónarmið. Sigurður svarar því til, háðskur að „ef þeir gætu svarað veit ég ekki hvort 210 þúsund Bandaríkjamenn yrðu sammála þér. En þeir eru dauðir.“ Brynjar tekur þann bolta á lofti og segir að þeir geti það ekki, ekki „frekar en aðrir sem hafa látist vegna hvers kyns smitsjúkdóma. En að eru aðrir hagsmunir sem vega þungt og aðgerðirnar hafa margs konar afleiðingar fyrir aðra. Var bara að benda á það.“ Er "þríeykið" hugmyndaríka líka með einhverjar góðar hugmyndir um hvernig fólk eigi að hlúa að geðheilsunni í þessu...Posted by Margrét Hugrún on Miðvikudagur, 7. október 2020 Nokkur harka er að færast í skoðanaskipti milli þeirra tveggja hópa sem aðhyllast sitthvort sjónarmiðið; hvort of langt sé gengið í aðgerðum hins opinbera eða hvort herða skuli á reglum. Þau sjónarmið sem Brynjar talar fyrir færast í aukana, ef til vill í samræmi við það að nú kreppir skóinn víða. Því fylgja afleiðingar. Læknir órólegur vegna stöðu mála Ljóst er að ýmsum finnst skorta á samstöðuna sem áður ríkti. Einn þeirra er Sigurjón Örn Stefánsson læknir sem starfar á gjörgæslu Landsspítalans. Hann birtir mynd af sér á sinni Facebooksíðu þar sem hann er klæddur smitvarnarbúningi frá toppi til tára. Sú sé staðan. Færsla hans hefur vakið mikla athygli og nú þegar þetta er skrifað hafa 585 manns deilt henni. „Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri ekkert grín og að fólk yrði að fylgja fyrirmælum. Nú, nokkrum mánuðum og nokkrum dauðsföllum seinna birti ég nýja mynd en skilaboðin eru þau sömu.“ Staðan á gjörgæslunni þessa dagana. Covid aftur. Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri...Posted by Sigurjón Örn Stefánsson on Þriðjudagur, 6. október 2020 Sigurður segist ekki hafa verið órólegur yfir Covid í vor. Hann vissi að heilbrigðiskerfið væri vel undirbúið og hægt var til að taka við þeim sjúklingum sem kæmu og að þjóðin sem heild myndi ná að brjóta þennan kúf og takmarka fjöldann sem við þyrftum að sinna. „Nú í dag er ég hálf órólegur. Ekki vegna þess að við séum verr undirbúin því það erum við ekki. Ég er órólegur því mér finnst komin þreyta í fólk yfir þessu, mér finnst margir ekki lengur vera að taka mark á því sem þarf að gera og það er fáránlegt. Það er fáránlegt því núna í dag lifum við EKKI fordæmalausa tíma. Við vitum alveg hvað þarf að gera til að minnka skaðann, það eru fordæmi fyrir því.“ Sigurður segir að í dag hafi næstum hundrað manns greinst. Einföld tölfræði segir honum að einum eða tveimur af þeim muni hann þurfa að sinna á gjörgæslu. „Ekki láta mig þurfa að sinna þér á gjörgæslu!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Sigurður G. Tómasson, ellilífeyrisþegi og öryrki og fyrrverandi útvarpsmaður, skrifar afgerandi Facebookfærslu nú fyrr í dag. Þar sem hann spyrðir þá Brynjar Níelsson alþingismann og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna saman. Honum þykir sem þeir vilji fara heldur gáleysislega að varðandi viðbrögð hins opinbera gagnvart kórónuveirunni. „Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef),“ skrifar Sigurður og tengir við nafn Brynjars, eða taggar eins og það heitir á tölvumáli. Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef).Posted by Sigurður G. Tómasson on Miðvikudagur, 7. október 2020 Ljóst er, ef skautað er yfir samfélagsmiðla, að æ fleiri tjá þá skoðun sína að vert sé að líta til annarra þátta í tengslum við aðgerðir hins opinbera en það eitt að berja niður útbreiðslu kórónuveirunnar. Talsvert fleiri en létu þá skoðun uppi í tengslum við fyrri aðgerðir sem sneru að hinni svokölluðu fyrstu bylgju. Hörð skoðanaskipti Brynjar er einn þeirra. Hann svarar Sigurði og segist skilja hans afstöðu mæta vel. „En þetta snýst um fleiri en þig. Ég er ekki viss um að réttlætanlegt sé að setja heiminn í gæsluvarðhald vegna heilsu þinnar auk þess sem þú getur gert margt sjálfur til að takmarka áhættuna.“ Þeir Brynjar og Sigurður skiptast á skoðunum um þessi sjónarmið. Sigurður svarar því til, háðskur að „ef þeir gætu svarað veit ég ekki hvort 210 þúsund Bandaríkjamenn yrðu sammála þér. En þeir eru dauðir.“ Brynjar tekur þann bolta á lofti og segir að þeir geti það ekki, ekki „frekar en aðrir sem hafa látist vegna hvers kyns smitsjúkdóma. En að eru aðrir hagsmunir sem vega þungt og aðgerðirnar hafa margs konar afleiðingar fyrir aðra. Var bara að benda á það.“ Er "þríeykið" hugmyndaríka líka með einhverjar góðar hugmyndir um hvernig fólk eigi að hlúa að geðheilsunni í þessu...Posted by Margrét Hugrún on Miðvikudagur, 7. október 2020 Nokkur harka er að færast í skoðanaskipti milli þeirra tveggja hópa sem aðhyllast sitthvort sjónarmiðið; hvort of langt sé gengið í aðgerðum hins opinbera eða hvort herða skuli á reglum. Þau sjónarmið sem Brynjar talar fyrir færast í aukana, ef til vill í samræmi við það að nú kreppir skóinn víða. Því fylgja afleiðingar. Læknir órólegur vegna stöðu mála Ljóst er að ýmsum finnst skorta á samstöðuna sem áður ríkti. Einn þeirra er Sigurjón Örn Stefánsson læknir sem starfar á gjörgæslu Landsspítalans. Hann birtir mynd af sér á sinni Facebooksíðu þar sem hann er klæddur smitvarnarbúningi frá toppi til tára. Sú sé staðan. Færsla hans hefur vakið mikla athygli og nú þegar þetta er skrifað hafa 585 manns deilt henni. „Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri ekkert grín og að fólk yrði að fylgja fyrirmælum. Nú, nokkrum mánuðum og nokkrum dauðsföllum seinna birti ég nýja mynd en skilaboðin eru þau sömu.“ Staðan á gjörgæslunni þessa dagana. Covid aftur. Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri...Posted by Sigurjón Örn Stefánsson on Þriðjudagur, 6. október 2020 Sigurður segist ekki hafa verið órólegur yfir Covid í vor. Hann vissi að heilbrigðiskerfið væri vel undirbúið og hægt var til að taka við þeim sjúklingum sem kæmu og að þjóðin sem heild myndi ná að brjóta þennan kúf og takmarka fjöldann sem við þyrftum að sinna. „Nú í dag er ég hálf órólegur. Ekki vegna þess að við séum verr undirbúin því það erum við ekki. Ég er órólegur því mér finnst komin þreyta í fólk yfir þessu, mér finnst margir ekki lengur vera að taka mark á því sem þarf að gera og það er fáránlegt. Það er fáránlegt því núna í dag lifum við EKKI fordæmalausa tíma. Við vitum alveg hvað þarf að gera til að minnka skaðann, það eru fordæmi fyrir því.“ Sigurður segir að í dag hafi næstum hundrað manns greinst. Einföld tölfræði segir honum að einum eða tveimur af þeim muni hann þurfa að sinna á gjörgæslu. „Ekki láta mig þurfa að sinna þér á gjörgæslu!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira