Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 16:46 Óvíst er hvort spilað verður í Dominos-deildunum á næstunni og nákvæmlega hvernig lið mega haga sínum æfingum. vísir/vilhelm Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“ Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira
Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira
Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55
Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01
Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21