Íslenski boltinn

Segja Bryndísi Örnu einstakan leikmann sem minni á Van Nistelrooy

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Fylkis á tímabilinu.
Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Fylkis á tímabilinu. vísir/bára

Sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, hældu Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis, á hvert reipi í þætti gærkvöldsins.

Bryndís, sem er sautján ára, hefur skorað tíu af 22 mörkum Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna á tímabilinu.

„Það er einn mjög ljós punktur í Árbænum, Bryndís Arna. Hún er búin að skora tíu mörk í fimmtán leikjum í sumar og er fædd 2003,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkunum í gær.

Margrét Lára veit eitt og annað um það hvernig það á að skora mörk og hún segir að Bryndís sé með markanef.

„Ég er hrifinn af þessari stelpu. Ef hún getur tekið leik sinn upp á enn hærra plan og orðið enn betri getur hún orðið gríðarlega góður leikmaður. Hún er ekta sóknarmaður, einstakur leikmaður sem við sjáum því miður ekki svo oft á Íslandi,“ sagði Margrét Lára.

„Hún minnir mig á Ruud van Nistelrooy. Hún þarf ekki mikið pláss til að skora og getur skorað með hægri, vinstri og skalla,“ sagði Bára.

Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Bryndísi Örnu

Tengdar fréttir

Fótboltaleikjum kvöldsins frestað

Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir.

Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum

Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar.

Berglind Rós: Erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik

Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði og óvæntur markaskorari Fylkis í dag, var ekkert alltof sátt með stigið sem liðið náði í gegn Stjörnunni í dag. Hún tekur þó stiginu og fagnar að fyrsta – og líklega eina – mark sumarsins sé komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×