Erlent

Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, grípur til harðari aðgerða. 
Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, grípur til harðari aðgerða.  Vísir/EPA

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús.

Eigendum slíkra staða verður einungis heimilt að selja viðskiptavinum áfengi sem hyggjast neyta þess utandyra og þá aðeins til klukkan tíu á kvöldin.

Sóttvarnayfirvöld í Skotlandi hafa mestar áhyggjur af nokkrum fjölmennum svæðum í Skotlandi en þar verða aðgerðir hertar enn frekar; Glasgow og nágrenni, Lanarkshire, Lothian-sýslu, Ayrshire, Arran og Forth Valley. Á fyrrgreindum svæðum verður eigendum veitingahúsa einungis heimilt að selja viðskiptavinum sínum mat og drykk til að taka með.

Sturgeon greindi frá hertari aðgerðum fyrir landsmenn um leið og hún sagði frá Covid-tölum dagsins en í gær greindust fleiri en þúsund með kórónuveiruna í Skotlandi.

Nánar er hægt að lesa um aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu faraldursins í Skotlandi í frétt BBC og Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×