„Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 20:00 Erik Hamrén fylgist með æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. vísir/vilhelm Erik Hamrén segir að allir í íslenska hópnum séu heilir og klárir í bátana fyrir leikinn gegn Rúmeníu annað kvöld. Sigurliðið kemst í úrslitaleik í umspili um sæti á EM 2020. „Allir æfa á fullu. Sverrir [Ingi Ingason] gat ekki verið með á æfingunni í gær því hann var ekki búinn að niðurstöðu úr kórónuveiruprófinu. En allir eru í góðu ásigkomulagi og tilfinningin er góð,“ sagði Hamrén í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Hafa verið í þessari stöðu áður Leikreynslan í íslenska hópnum er mikil og mun meiri en í þeim rúmenska. Hamrén segir að það muni hjálpa þegar út í leikinn verður komið. „Það er gott að vera með leikmenn sem hafa verið í þessari stöðu áður, að spila svona erfiða og mikilvæga leiki. Þetta er gott fyrir einstaklingana og liðið að hafa gert þetta saman mörgum sinnum,“ sagði Hamrén. Það var létt yfir mönnum á æfingunni í morgun.vísir/vilhelm Svíinn segir erfitt að neita því að leikurinn annað kvöld sé sá mikilvægasti síðan hann tók við landsliðinu haustið 2018. „Það má segja það því ef við vinnum á morgun eigum við möguleika á að komast á Evrópumótið sem hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu,“ sagði Hamrén. Góðar skyttur Í síðustu landsleikjahrinu vann Rúmenía Austurríki, 2-3, og gerði 1-1 jafntefli við Norður-Írland í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þessi úrslit skiluðu Rúmenum upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA. Rúmenía er í 34. sæti listans, sjö sætum fyrir ofan Ísland. „Þetta er sterkt lið. Þeir eru fyrir ofan okkur á styrkleikalistanum. Þetta eru tvö jöfn lið. Þetta er 50-50 leikur. Þeir eru með mjög góða einstaklinga, öflugir í skyndisóknum og með góða skotmenn. Svo eru þeir sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Hamrén. Engir áhorfendur verða á leiknum á Laugardalsvelli annað kvöld, fyrir utan 60 meðlimi Tólfunnar sem munu væntanlega öskra sig hása við að hvetja íslenska liðið áfram. „Ég hefði auðvitað kosið að vera með fullan völl. Það er heimaliðinu í hag. En það er ekki svoleiðis og við þurfum að sætta okkur við það. Ég er viss um að það muni heyrast í þessum 60 Tólfumeðlimum eins og völlurinn væri fullur,“ sagði Hamrén. Æfðu vítaspyrnur Leikið verður til þrautar á morgun og úrslitin gætu því ráðist í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er búið undir það. Við æfðum vítaspyrnur aðeins í gær og munum gera það aftur í dag svo við höfum prófað það. Það er samt mikill munur að taka víti á æfingum og í leikjum. En að sjálfsögðu munum við æfa vítin,“ sagði Hamrén að lokum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Hamrén EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ósætti Guðjóns Þórðar og Guðna Bergs má rekja til síðasta leiksins við Rúmeníu Það verða liðin 23 ár og 28 ár frá síðasta leik Íslands og Rúmeníu þegar þjóðirnar mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. Dagarnir fyrir þennan leik haustið 1997 voru afdrifaríkir fyrir núverandi formann Knattspyrnusambands Íslands. 7. október 2020 14:01 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Erik Hamrén segir að allir í íslenska hópnum séu heilir og klárir í bátana fyrir leikinn gegn Rúmeníu annað kvöld. Sigurliðið kemst í úrslitaleik í umspili um sæti á EM 2020. „Allir æfa á fullu. Sverrir [Ingi Ingason] gat ekki verið með á æfingunni í gær því hann var ekki búinn að niðurstöðu úr kórónuveiruprófinu. En allir eru í góðu ásigkomulagi og tilfinningin er góð,“ sagði Hamrén í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Hafa verið í þessari stöðu áður Leikreynslan í íslenska hópnum er mikil og mun meiri en í þeim rúmenska. Hamrén segir að það muni hjálpa þegar út í leikinn verður komið. „Það er gott að vera með leikmenn sem hafa verið í þessari stöðu áður, að spila svona erfiða og mikilvæga leiki. Þetta er gott fyrir einstaklingana og liðið að hafa gert þetta saman mörgum sinnum,“ sagði Hamrén. Það var létt yfir mönnum á æfingunni í morgun.vísir/vilhelm Svíinn segir erfitt að neita því að leikurinn annað kvöld sé sá mikilvægasti síðan hann tók við landsliðinu haustið 2018. „Það má segja það því ef við vinnum á morgun eigum við möguleika á að komast á Evrópumótið sem hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu,“ sagði Hamrén. Góðar skyttur Í síðustu landsleikjahrinu vann Rúmenía Austurríki, 2-3, og gerði 1-1 jafntefli við Norður-Írland í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þessi úrslit skiluðu Rúmenum upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA. Rúmenía er í 34. sæti listans, sjö sætum fyrir ofan Ísland. „Þetta er sterkt lið. Þeir eru fyrir ofan okkur á styrkleikalistanum. Þetta eru tvö jöfn lið. Þetta er 50-50 leikur. Þeir eru með mjög góða einstaklinga, öflugir í skyndisóknum og með góða skotmenn. Svo eru þeir sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Hamrén. Engir áhorfendur verða á leiknum á Laugardalsvelli annað kvöld, fyrir utan 60 meðlimi Tólfunnar sem munu væntanlega öskra sig hása við að hvetja íslenska liðið áfram. „Ég hefði auðvitað kosið að vera með fullan völl. Það er heimaliðinu í hag. En það er ekki svoleiðis og við þurfum að sætta okkur við það. Ég er viss um að það muni heyrast í þessum 60 Tólfumeðlimum eins og völlurinn væri fullur,“ sagði Hamrén. Æfðu vítaspyrnur Leikið verður til þrautar á morgun og úrslitin gætu því ráðist í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er búið undir það. Við æfðum vítaspyrnur aðeins í gær og munum gera það aftur í dag svo við höfum prófað það. Það er samt mikill munur að taka víti á æfingum og í leikjum. En að sjálfsögðu munum við æfa vítin,“ sagði Hamrén að lokum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Hamrén
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ósætti Guðjóns Þórðar og Guðna Bergs má rekja til síðasta leiksins við Rúmeníu Það verða liðin 23 ár og 28 ár frá síðasta leik Íslands og Rúmeníu þegar þjóðirnar mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. Dagarnir fyrir þennan leik haustið 1997 voru afdrifaríkir fyrir núverandi formann Knattspyrnusambands Íslands. 7. október 2020 14:01 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Ósætti Guðjóns Þórðar og Guðna Bergs má rekja til síðasta leiksins við Rúmeníu Það verða liðin 23 ár og 28 ár frá síðasta leik Íslands og Rúmeníu þegar þjóðirnar mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. Dagarnir fyrir þennan leik haustið 1997 voru afdrifaríkir fyrir núverandi formann Knattspyrnusambands Íslands. 7. október 2020 14:01
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn