Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 13:05 Frá upphafi réttarhaldanna í dag. Sakborningurinn hefur að mestu þagað um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu. AP/Odd Andersen Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30