„Ég ætla að velja fallegt og heilbrigt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2020 12:31 Sindri fékk að fylgjast með lífi Sigríðar Ingu á annað ár og að svo stöddu gengur allt eins og í sögu. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf Fósturbörn Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf
Fósturbörn Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira