Telur það koma sterklega til álita að grípa til enn harðari aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 10:54 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira