Fékk stóra sekt fyrir að halda fjáröflunarkvöld og bjóða liðsfélögunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 21:00 Darren Waller fékk stóra sekt en liðsfélagar hans hjá Las Vegas Raiders fengu það líka. Getty/Ethan Miller NFL-deildin tekur ekki vægt á brotum á sóttvarnarreglum hennar á tímum kórónuveirunnar og þeir sem gerast brotlegir finna vel fyrir því í veskinu sínu. Gott dæmi um þetta eru sektirnar sem var skellt á leikmenn Las Vegas Raiders af NFL í gær. Darren Waller er ein stærsta stjarnan í liði Las Vegas Raiders og honum er líka umhugað um samfélagið og rekur góðgerðasamtökin Darren Waller Foundation. #Raiders TE Darren Waller was fined $30,000 and several teammates were fined $15,000 each for attending Waller s recent fundraiser, at which some were photographed without masks, sources tell me, @RapSheet and @MikeGarafolo.— Tom Pelissero (@TomPelissero) October 5, 2020 Darren Waller hélt fjáröflunarkvöld á dögunum þar sem markmiðið var að safna pening fyrir ungt fólk sem glímir við áfengis- og eitulyfjavandmál. Alls söfnuðust 300 þúsund dollarar þetta kvöld eða meira en 41 milljón króna. NFL-tímabilið er í fullum krafti og það er ljóst að smit innan liðanna getur haft miklar afleiðingar eins og sást um helgina þegar fresta þurftu einum leik og seinka öðrum. Darren Waller fékk liðsfélaga sína til að mæta en fljótlega kom í ljós að þeir höfðu brotið sóttvarnarreglur NFL-deildarinnar með því að umgangast aðdáendur án þess að vera með grímur. Þetta sannaðist meðal annars á fjölda af myndum af leikmönnunum grímulausum með aðdáendum sínum. Darren Waller sjálfur fékk langhæstu sektina eða upp á 30 þúsund Bandaríkjadali. Hinir leikmennirnir fengu 15 þúsund dala sekt en það voru þeir Derek Carr, Derek Carrier, Zay Jones, Nevin Lawson, Erik Magnuson (practice squad), Foster Moreau, Nathan Peterman, Hunter Renfrow og Jason Witten. Samtals gera þetta sektir upp á 165 þúsund dollara. Sektirnar eru fyrir það að nota ekki grímur en NFL-deildin hefur í framhaldinu bannað leikmönnum deildarinnar að fara hér eftir á slíkar samkomur og eiga þeir bara að halda sig heima hjá sér eða í herbúðum síns liðs. #Raiders QB Derek Carr was among the several players who got fined, and source said his was for $15K. An expensive charity event that raised roughly $300,000. Carr was quoted as saying We should have kept the masks on, even if we are coming in and they're introducing us."— Ian Rapoport (@RapSheet) October 5, 2020 NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
NFL-deildin tekur ekki vægt á brotum á sóttvarnarreglum hennar á tímum kórónuveirunnar og þeir sem gerast brotlegir finna vel fyrir því í veskinu sínu. Gott dæmi um þetta eru sektirnar sem var skellt á leikmenn Las Vegas Raiders af NFL í gær. Darren Waller er ein stærsta stjarnan í liði Las Vegas Raiders og honum er líka umhugað um samfélagið og rekur góðgerðasamtökin Darren Waller Foundation. #Raiders TE Darren Waller was fined $30,000 and several teammates were fined $15,000 each for attending Waller s recent fundraiser, at which some were photographed without masks, sources tell me, @RapSheet and @MikeGarafolo.— Tom Pelissero (@TomPelissero) October 5, 2020 Darren Waller hélt fjáröflunarkvöld á dögunum þar sem markmiðið var að safna pening fyrir ungt fólk sem glímir við áfengis- og eitulyfjavandmál. Alls söfnuðust 300 þúsund dollarar þetta kvöld eða meira en 41 milljón króna. NFL-tímabilið er í fullum krafti og það er ljóst að smit innan liðanna getur haft miklar afleiðingar eins og sást um helgina þegar fresta þurftu einum leik og seinka öðrum. Darren Waller fékk liðsfélaga sína til að mæta en fljótlega kom í ljós að þeir höfðu brotið sóttvarnarreglur NFL-deildarinnar með því að umgangast aðdáendur án þess að vera með grímur. Þetta sannaðist meðal annars á fjölda af myndum af leikmönnunum grímulausum með aðdáendum sínum. Darren Waller sjálfur fékk langhæstu sektina eða upp á 30 þúsund Bandaríkjadali. Hinir leikmennirnir fengu 15 þúsund dala sekt en það voru þeir Derek Carr, Derek Carrier, Zay Jones, Nevin Lawson, Erik Magnuson (practice squad), Foster Moreau, Nathan Peterman, Hunter Renfrow og Jason Witten. Samtals gera þetta sektir upp á 165 þúsund dollara. Sektirnar eru fyrir það að nota ekki grímur en NFL-deildin hefur í framhaldinu bannað leikmönnum deildarinnar að fara hér eftir á slíkar samkomur og eiga þeir bara að halda sig heima hjá sér eða í herbúðum síns liðs. #Raiders QB Derek Carr was among the several players who got fined, and source said his was for $15K. An expensive charity event that raised roughly $300,000. Carr was quoted as saying We should have kept the masks on, even if we are coming in and they're introducing us."— Ian Rapoport (@RapSheet) October 5, 2020
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira