Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2020 15:15 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar Vísir/Egill Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa verið upplýsta um þessa vinnslu persónuupplýsinga og gefið leyfi fyrir henni, enda hafi sóttvarnalæknir mjög rúmar heimildir í sóttvarnalögum til að meðhöndla persónuuplýsingar, bæði almennar og viðkvæmar, til að hemja farsótt. Greint var frá því um helgina að smitrakningateymið hafi rakið hópsýkingu á barnum Irishman í Reykjavík með því að komast að því að hverjir hefðu greitt með greiðslukort á staðnum á tilteknu tímabili. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hafði sagt frá því að smitrakning gengi verr nú en í vor og dæmi væri um að fólk hefði leynt upplýsingum frá smitrakningteyminu. Víðir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að upplýsingar hefðu fengist frá kortafyrirtækjum í þremur tilfellum við rakningu hópsýkinga. Smitrakningateymið hefði ekki fengið yfirlit yfir kortafærslur heldur einungis nöfn og símanúmer þeirra sem hefðu notað greiðslukort á tilteknum stöðum á ákveðnum tímabili. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bætti við að upplýsingarnar sem komu fram við smitrakningu hefðu verið geymdar á gagnagrunni sóttvarnlæknis, ekki lögreglu. Getur óskað eftir öllum gögnum sem hann telur sig þurfa Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir sóttvarnalækni hafa heimild til að spyrja alla þá og óska allra þeirra ganga sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi og fræðslu. Að allir viti hvernig þetta er unnið, það er eitt af því sem þarf að huga að,“ segir Helga. Hún segir Persónuvernd hafa verið upplýsta um það þegar ákveðið var að óska eftir upplýsingum um þá sem höfðu notað greiðslukort á barnum Irishman. Hér má sjá viðtal við Helgu Þórisdóttur „Þetta var ekki þannig að það væri verið að rekja ferðir einstaklings þannig að verið væri að fylgjast með kreditkorta færslu viðkomandi. Það var verið að kortleggja hver var á ákveðnum stað og greiddi fyrri þjónustu í mjög afmarkaðan tíma,“ segir Helga. Þegar smitrakningateymið hafði sett sig í samband við þessa aðila og boðið þeim að fara í skimun var upplýsingum eytt. Hún segir fjárhagsupplýsingar flokkast sem almennar persónuupplýsingar, ekki viðkvæmar, þó þær séu viðkvæms eðlis. „Þetta er dæmi um það að hérna leyfa persónuverndarlögin ákveðna vinnslu persónuverndarupplýsinga á tímum til dæmis farsóttar og þegar um hópsýkingar er að ræða. Þarna var sóttvarnalækni heimilt að gera eitthvað sem í venjulegu árferði hefði ekki verið talið heimilt,“ segir Helga. Margarvíslegar heimildir til staðar Spurð hvort að það þurfi upplýst samþykki notendur greiðslukorta þess efnis að ferðir þeirra gætu verið raktar á hamfaratímum svarar Helga að vinnslu persónuupplýsinga þurfi heimild og heimildirnar geti verið margvíslegar. „Samþykki er ein tegund en lög geta líka heimilað ákveðna vinnslu. Það sem kristallar möguleikana þarna eru einmitt heimildir sóttvarnalæknis í sóttvarnalögunum, þar sem hefur verið metið á tímum farsóttar að þá hafi hann ríka heimild til að geta kallað til allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa á að halda til að hemja farsótt og hópsýkingu. Þá er komin sú heimild sem þarf gagnvart persónuverndarlögunum að vera til staðar. En að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að útskýrt sé hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Þarna er það lagaheimild sóttvarnalæknis í sóttvarnaalögum sem heimilar honum þessa iðju.“ Hefði ekki fengið þessa heimild til að rekja magakveisu Alvarleiki faraldursins skipti máli þegar kemur að heimild sóttvarnalæknis til að beita þessari heimild. „Það er alveg ljóst að svona inngrip inn í rauninni persónuvernd og friðhelgi einkalífs þarf alltaf að vega og meta. Persónuréttindin eru ekki ófrávíkjanleg réttindi sem slík. Það þarf alltaf að vega og meta þau miðað við hvaða hagsmunir eru undir. Það að seilast í svona upplýsingar hvernig við verjum okkar kvöldum, til dæmis ef við ákveðum að fara á pöbba og annað, það er alveg ljóst að svona lagaheimild sem sóttvarnalæknir er með þarf að nýta mjög sparlega. Alvarleiki faraldurs skiptir mjög miklu máli. Ef þetta hefði verið í rauninni almenn magakveisa sem þarna væri undir, þá er nokkuð ljóst að persónuvernd hefði litið öðruvísi á þetta inngrip sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Greiðslumiðlun Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa verið upplýsta um þessa vinnslu persónuupplýsinga og gefið leyfi fyrir henni, enda hafi sóttvarnalæknir mjög rúmar heimildir í sóttvarnalögum til að meðhöndla persónuuplýsingar, bæði almennar og viðkvæmar, til að hemja farsótt. Greint var frá því um helgina að smitrakningateymið hafi rakið hópsýkingu á barnum Irishman í Reykjavík með því að komast að því að hverjir hefðu greitt með greiðslukort á staðnum á tilteknu tímabili. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hafði sagt frá því að smitrakning gengi verr nú en í vor og dæmi væri um að fólk hefði leynt upplýsingum frá smitrakningteyminu. Víðir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að upplýsingar hefðu fengist frá kortafyrirtækjum í þremur tilfellum við rakningu hópsýkinga. Smitrakningateymið hefði ekki fengið yfirlit yfir kortafærslur heldur einungis nöfn og símanúmer þeirra sem hefðu notað greiðslukort á tilteknum stöðum á ákveðnum tímabili. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bætti við að upplýsingarnar sem komu fram við smitrakningu hefðu verið geymdar á gagnagrunni sóttvarnlæknis, ekki lögreglu. Getur óskað eftir öllum gögnum sem hann telur sig þurfa Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir sóttvarnalækni hafa heimild til að spyrja alla þá og óska allra þeirra ganga sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi og fræðslu. Að allir viti hvernig þetta er unnið, það er eitt af því sem þarf að huga að,“ segir Helga. Hún segir Persónuvernd hafa verið upplýsta um það þegar ákveðið var að óska eftir upplýsingum um þá sem höfðu notað greiðslukort á barnum Irishman. Hér má sjá viðtal við Helgu Þórisdóttur „Þetta var ekki þannig að það væri verið að rekja ferðir einstaklings þannig að verið væri að fylgjast með kreditkorta færslu viðkomandi. Það var verið að kortleggja hver var á ákveðnum stað og greiddi fyrri þjónustu í mjög afmarkaðan tíma,“ segir Helga. Þegar smitrakningateymið hafði sett sig í samband við þessa aðila og boðið þeim að fara í skimun var upplýsingum eytt. Hún segir fjárhagsupplýsingar flokkast sem almennar persónuupplýsingar, ekki viðkvæmar, þó þær séu viðkvæms eðlis. „Þetta er dæmi um það að hérna leyfa persónuverndarlögin ákveðna vinnslu persónuverndarupplýsinga á tímum til dæmis farsóttar og þegar um hópsýkingar er að ræða. Þarna var sóttvarnalækni heimilt að gera eitthvað sem í venjulegu árferði hefði ekki verið talið heimilt,“ segir Helga. Margarvíslegar heimildir til staðar Spurð hvort að það þurfi upplýst samþykki notendur greiðslukorta þess efnis að ferðir þeirra gætu verið raktar á hamfaratímum svarar Helga að vinnslu persónuupplýsinga þurfi heimild og heimildirnar geti verið margvíslegar. „Samþykki er ein tegund en lög geta líka heimilað ákveðna vinnslu. Það sem kristallar möguleikana þarna eru einmitt heimildir sóttvarnalæknis í sóttvarnalögunum, þar sem hefur verið metið á tímum farsóttar að þá hafi hann ríka heimild til að geta kallað til allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa á að halda til að hemja farsótt og hópsýkingu. Þá er komin sú heimild sem þarf gagnvart persónuverndarlögunum að vera til staðar. En að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að útskýrt sé hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Þarna er það lagaheimild sóttvarnalæknis í sóttvarnaalögum sem heimilar honum þessa iðju.“ Hefði ekki fengið þessa heimild til að rekja magakveisu Alvarleiki faraldursins skipti máli þegar kemur að heimild sóttvarnalæknis til að beita þessari heimild. „Það er alveg ljóst að svona inngrip inn í rauninni persónuvernd og friðhelgi einkalífs þarf alltaf að vega og meta. Persónuréttindin eru ekki ófrávíkjanleg réttindi sem slík. Það þarf alltaf að vega og meta þau miðað við hvaða hagsmunir eru undir. Það að seilast í svona upplýsingar hvernig við verjum okkar kvöldum, til dæmis ef við ákveðum að fara á pöbba og annað, það er alveg ljóst að svona lagaheimild sem sóttvarnalæknir er með þarf að nýta mjög sparlega. Alvarleiki faraldurs skiptir mjög miklu máli. Ef þetta hefði verið í rauninni almenn magakveisa sem þarna væri undir, þá er nokkuð ljóst að persónuvernd hefði litið öðruvísi á þetta inngrip sóttvarnalæknis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Greiðslumiðlun Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira