Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út vegna elds í útihúsi á Mýrum í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um útkallið hjá slökkviliði Borgarbyggðar en slökkviliðsstjóri á Akranesi segir í samtali við Vísi eftir hádegi að eldurinn hafi ekki verið mikill að umfangi. Þó sé snúið að eiga við hann.
Einn dælubíll frá Akranesi var sendur til aðstoðar. Slökkvistarf stóð enn yfir skömmu fyrir klukkan 13.
Fréttin var uppfærð klukkan 12:48.