Rúv „klárlega að skoða það“ að bjóða Daða þátttökuréttinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 11:50 Daði Freyr og Gagnamagnið slóu heldur betur í gegn meðal Eurovision aðdáenda um allan heim í aðdraganda keppninnar 2020 sem aldrei varð af. Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“ Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“