Enski boltinn

Klopp stressaður fyrir komandi landsleikjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jürgen Klopp hefur áhyggjur af komandi landsleikjum.
Jürgen Klopp hefur áhyggjur af komandi landsleikjum. VÍSIR/GETTY

Jürgen Klopp – þjálfari Englandsmeistara Liverpool – er stressaður fyrir komandi landsleikjaverkefnum hjá leikmönnum liðsins. Ástæðan er sú að tveir leikmenn félagsins hafa nýverið greinst með Covid-19 og Klopp er hræddur um að fleiri leikmenn gætu smitast á ferðalögum sínum um heim allan.

Spænski miðjumaðurinn Thiago Alcântara og senegalski framherjinn Sadio Mané eru báðir með kórónuveiruna sem stendur. Klopp viðurkenndi á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Aston Villa sem fram fer í dag að hann væri ekkert of spenntur að hleypa leikmönnum sínum hingað og þangað á meðan faraldurinn geysaði enn.

„Ég vill ekki móðga neinn en hérna vitum við hvernig hlutirnir eru gerðir og hvað við þurfum að gera. Ég er áhyggjufullur því það er erfitt að vera í sambandi við öll knattspyrnusambönd í heiminum,“ sagði Klopp.

„Ég skil að þetta er erfið staða fyrir alla en við erum ekki beint að fá fullkomnar upplýsingar frá ýmsum knattspyrnusamböndum.“

„Við eigum leik á laugardegi eftir að leikmann koma heim úr landsliðsverkefnum frá til að mynda Perú á fimmtu- eða föstudegi. við þurfum að reyna koma leikmönnum heim eins fljótt og auðið er, á eins öruggan máta og hægt er. Svo getum við séð hvernig þeir eru áður en við förum út á völl og reynum að ná í góð úrslit á laugardaginn.“

Liverpool mætir eins og áður sagði Aston Villa í dag en þeir fara á Goodison Park og mæta Gylfa Þór Sigurðssyni og samherjum hans í Everton helgina eftir að landsleikjahléinu lýkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×