Sport

Eftirmaður Tom Brady með kórónuveiruna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cam Newton, leikstjórnandi New England Patriots, er með Covid-19.
Cam Newton, leikstjórnandi New England Patriots, er með Covid-19. EPA-EFE/CJ GUNTHER

Cam Newton, maðurinn sem tók við af Tom Brady hjá liði New England Patriots í NFL-deildinni í Bandaríkjunum greindist með kórónuveiruna í dag. 

Patriots staðfestu í dag að leikmaður liðsins hefði greinst með kórónuveiruna en gáfu ekki upp um hvaða leikmann var að ræða. Nú hefur verið staðfest að leikmaðurinn sem er smitaðu er Cam Newton.

Newton er farinn í einangrun og þurftu nokkrir leikmenn Patriots sem og starfsfólk að fara í skimun. Ekkert þeirra reyndist vera með kórónuveiruna.

Leik Patriots gegn Kansas City hefur verið færður fram í miðja viku en það ku einnig hafa komið upp smit hjá liði Kansas.

Hinn 31 árs gamli Newton var eins og áður sagði arftaki hins goðsagnakennda Tom Brady hjá Patriots. Newton hafði leikið allan sinn feril í NFL-deildinni með Carolina Panthers en fékk ekki áframhaldandi samning þar eftir leiktíðina 2019 og var án liðs þangað til Patriots tóku hann í sumar.

Leikstjórnandinn – sem var valinn besti leikmaður NFL árið 2015 – hefur farið ágætlega af stað í liði Patriots en liðið er með tvo sigra og eitt tap í fyrstu þremur leikjum sínum á þessu ári.

Nú fellur það í skaut Brian Hoyer eða Jarrett Stidham að stýra liði Patriots í næstu leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×