Indverjar í miklum erfiðleikum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:52 Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AP/R S Iyer Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11