Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 14:43 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Ludovic Marin Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu. Frakkland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu.
Frakkland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira