„Greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn er verið að ná utan um faraldurinn hér innanlands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að mögulega sé yngra fólk að veikjast alvarlega núna af Covid-19 miðað við það sem var. Þó sé enn of snemmt að fullyrða eitthvað um það en honum sé sagt af læknum að þeir séu kannski að sjá aðeins öðruvísi mynd nú en áður. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hver staðan væri á faraldrinum í dag sagði hann hana svipaða og í gær. Hann væri ekki búinn að fá nýjar upplýsingar frá Landspítalanum varðandi fjölda inniliggjandi sjúklinga og þá væru nýjustu tölur um fjölda smita heldur ekki komnar. „Í gær voru þrettán einstaklingar inniliggjandi og þar af tveir á öndunarvél. Það hafa verið svona tveir sem hafa verið að leggjast inn á sólarhring undanfarna daga. Maður veit svo sem ekki hvernig það verður en ég veit að það eru fleiri veikir utan spítalans sem er verið að fylgjast náið með. Þannig að þetta er að mjatlast inn og það er greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi,“ sagði Þórólfur. Varðandi hvort þetta væru yngri einstaklingar heldur en í fyrstu bylgju faraldursins í vetur sagði Þórólfur að það væri ekki búið að gera það nákvæmlega upp. „En mér er sagt af læknum að þeir séu kannski aðeins að sjá öðruvísi mynd. Þetta sé kannski aðeins yngra fólk sem er að veikjast alvarlega núna miðað við það sem var en það eru ekki það margir að það er erfitt að fullyrða eitthvað um það í sjálfu sér. En ég held að þetta sé bara svipað og þetta var. Þeir sem halda öðru fram geta ekki staðið á því. Ég get ómögulega séð það, þegar menn eru að tala um að faraldurinn sé ekkert alvarlegur núna, að þetta sé ekki neitt, neitt og á sama tíma er að koma hálfgert neyðarkall frá Landspítalanum vegna yfirvofandi innlagna og svo framvegis, þá stenst það nú ekki held ég. Við erum bara í þessum sama pakka.“ Hafa fundið 120 mismunandi stofna af veirunni á landamærunum Þann 6. október falla úr gildi þær takmarkanir sem gilda á landamærum landsins, um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Stjórnvöld þurfa að ákveða fyrir þann tíma hvort fyrirkomulagið haldist óbreytt eða ekki. Þórólfur sagði í Bítinu að hann teldi sjálfur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn væri verið að reyna að ná utan um faraldurinn innanlands. Núverandi fyrirkomulag sé það öruggasta að hans mati. Þá benti hann á að aðgerðirnar á landamærunum hefðu skilað árangri. Þeir sem héldu öðru fram þyrftu að líta á staðreyndir málsins. „Við erum búin að finna um rúmlega 120 mismunandi stofna á landamærunum sem við höfum komið í veg fyrir að komist inn í landið. Á sama tíma erum við búin að eiga við tvo stofna hérna innanlands sem eru að valda þessari bylgju sem við erum að eiga við núna. Annar stofninn kom snemma í sumar og hinn stofninn vitum við hvernig kom inn. Ef við hefðum sleppt þó ekki væri nema hluta af þessum 120 inn þá værum við með miklu meira vandamál hér innanlands að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Aðgerðirnar hér innanlands væru síðan ekki strangar og vísaði hann meðal annars til þess að Svíar værum með 50 manna samkomubann en takmarkanirnar hér væru 200 manns. „Ég bið menn að hugsa málið. Við erum alls ekki með strangar takmarkanir en það gæti farið svo ef þetta fer úr böndum hjá okkur, þessi innanlandsfaraldur núna, ef þetta við ráðum ekki við þetta með þeim aðgerðum sem við erum að gera núna eða veikindin verða miklu meiri og alvarlegri en var fyrirséð og spítalakerfið er að lenda í vandræðum, þá gætum við þurft að herða meira. Allavega myndi ég koma með tillögur um slíkt ef það færi að bera á því,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að mögulega sé yngra fólk að veikjast alvarlega núna af Covid-19 miðað við það sem var. Þó sé enn of snemmt að fullyrða eitthvað um það en honum sé sagt af læknum að þeir séu kannski að sjá aðeins öðruvísi mynd nú en áður. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hver staðan væri á faraldrinum í dag sagði hann hana svipaða og í gær. Hann væri ekki búinn að fá nýjar upplýsingar frá Landspítalanum varðandi fjölda inniliggjandi sjúklinga og þá væru nýjustu tölur um fjölda smita heldur ekki komnar. „Í gær voru þrettán einstaklingar inniliggjandi og þar af tveir á öndunarvél. Það hafa verið svona tveir sem hafa verið að leggjast inn á sólarhring undanfarna daga. Maður veit svo sem ekki hvernig það verður en ég veit að það eru fleiri veikir utan spítalans sem er verið að fylgjast náið með. Þannig að þetta er að mjatlast inn og það er greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi,“ sagði Þórólfur. Varðandi hvort þetta væru yngri einstaklingar heldur en í fyrstu bylgju faraldursins í vetur sagði Þórólfur að það væri ekki búið að gera það nákvæmlega upp. „En mér er sagt af læknum að þeir séu kannski aðeins að sjá öðruvísi mynd. Þetta sé kannski aðeins yngra fólk sem er að veikjast alvarlega núna miðað við það sem var en það eru ekki það margir að það er erfitt að fullyrða eitthvað um það í sjálfu sér. En ég held að þetta sé bara svipað og þetta var. Þeir sem halda öðru fram geta ekki staðið á því. Ég get ómögulega séð það, þegar menn eru að tala um að faraldurinn sé ekkert alvarlegur núna, að þetta sé ekki neitt, neitt og á sama tíma er að koma hálfgert neyðarkall frá Landspítalanum vegna yfirvofandi innlagna og svo framvegis, þá stenst það nú ekki held ég. Við erum bara í þessum sama pakka.“ Hafa fundið 120 mismunandi stofna af veirunni á landamærunum Þann 6. október falla úr gildi þær takmarkanir sem gilda á landamærum landsins, um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Stjórnvöld þurfa að ákveða fyrir þann tíma hvort fyrirkomulagið haldist óbreytt eða ekki. Þórólfur sagði í Bítinu að hann teldi sjálfur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn væri verið að reyna að ná utan um faraldurinn innanlands. Núverandi fyrirkomulag sé það öruggasta að hans mati. Þá benti hann á að aðgerðirnar á landamærunum hefðu skilað árangri. Þeir sem héldu öðru fram þyrftu að líta á staðreyndir málsins. „Við erum búin að finna um rúmlega 120 mismunandi stofna á landamærunum sem við höfum komið í veg fyrir að komist inn í landið. Á sama tíma erum við búin að eiga við tvo stofna hérna innanlands sem eru að valda þessari bylgju sem við erum að eiga við núna. Annar stofninn kom snemma í sumar og hinn stofninn vitum við hvernig kom inn. Ef við hefðum sleppt þó ekki væri nema hluta af þessum 120 inn þá værum við með miklu meira vandamál hér innanlands að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Aðgerðirnar hér innanlands væru síðan ekki strangar og vísaði hann meðal annars til þess að Svíar værum með 50 manna samkomubann en takmarkanirnar hér væru 200 manns. „Ég bið menn að hugsa málið. Við erum alls ekki með strangar takmarkanir en það gæti farið svo ef þetta fer úr böndum hjá okkur, þessi innanlandsfaraldur núna, ef þetta við ráðum ekki við þetta með þeim aðgerðum sem við erum að gera núna eða veikindin verða miklu meiri og alvarlegri en var fyrirséð og spítalakerfið er að lenda í vandræðum, þá gætum við þurft að herða meira. Allavega myndi ég koma með tillögur um slíkt ef það færi að bera á því,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira