Sigurður Ingi stal senunni: „Ræðan mín er ónýt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 20:28 Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Vilhelm Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira