Fyrirliði nýliðanna hetjan og áberandi í yfirferð Gaupa um kvennakörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:02 Fjölniskonur fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Skjámynd/S2 Sport Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna
Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira