280 milljóna framlag til að menningarsalurinn á Selfossi verði loks kláraður Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 12:15 Innan úr menningarsalnum á Hótel Selfossi. Myndin er tekin á vordögum 2019. Vísir/Magnús Hlynur Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að ríkið muni leggja til 281 milljón króna vegna framkvæmda við menningarsalinn á Selfossi sem staðið hefur nær fokheldur í vel á fjórða áratug. Upphæðin skiptist niður á tvö ár og mun ríkið leggja til 140,5 milljónir vegna framkvæmdanna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Eru framkvæmdirnar sagðar hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Menningarsalinn er að finna á Hótel Selfossi og hefur hann staðið ófullgerður frá árinu 1986. Hann á að taka um þrjú hundruð manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Í frétt Vísis frá síðasta ári sagði frá heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í salinn. Höfðu bæjarfulltrúar í Árborg þá fengið bæði þingmenn og ráðherra í heimsóknir til að sýna þeim salinn í þeirri von að eitthvað færi að gerast í málinu. Gerðu bæjarfulltrúar ráð fyrir að um 350 til 400 milljónir myndi kosta að koma salnum í stand og sögðust vonast til að slíkt myndi gerast með framlagi frá ríkinu, sem og frá bæjarfélaginu sjálfu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Árborg Menning Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að ríkið muni leggja til 281 milljón króna vegna framkvæmda við menningarsalinn á Selfossi sem staðið hefur nær fokheldur í vel á fjórða áratug. Upphæðin skiptist niður á tvö ár og mun ríkið leggja til 140,5 milljónir vegna framkvæmdanna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Eru framkvæmdirnar sagðar hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Menningarsalinn er að finna á Hótel Selfossi og hefur hann staðið ófullgerður frá árinu 1986. Hann á að taka um þrjú hundruð manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Í frétt Vísis frá síðasta ári sagði frá heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í salinn. Höfðu bæjarfulltrúar í Árborg þá fengið bæði þingmenn og ráðherra í heimsóknir til að sýna þeim salinn í þeirri von að eitthvað færi að gerast í málinu. Gerðu bæjarfulltrúar ráð fyrir að um 350 til 400 milljónir myndi kosta að koma salnum í stand og sögðust vonast til að slíkt myndi gerast með framlagi frá ríkinu, sem og frá bæjarfélaginu sjálfu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Árborg Menning Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira