Lífið samstarf

Bein útsending: Bransadagar RIFF sjónvarpsseríur og VOD-ið - ný lausn?

RIFF

Bein útsending verður hér á Vísi frá pallborðsumræðum um VOD-ið og sjónvarpseríur á Bransadögum RIFF í dag frá klukkan 17 til 18.30.

Framleiðsla á íslenskum sjónvarpsseríum hefur tekið stökk, hvernig bregst kvikmyndabransinn við og hvernig hafa áhorfsvenjur fólks breyst? Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á kvikmyndaframleiðslu? Er VOD-ið lausnin?

Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassrive, Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm fjalla um þessi mál. Ásgrímur Sverrisson, leikstjóri og handritshöfundur leiðir pallborðsumræðurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.