Sturluð tilfinning að setja þetta Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 30. september 2020 22:00 Margrét Ósk tryggði Fjölni sigurinn með frábæri skoti undir lok leiks. Vísir/Facebook-síða Fjölnis Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15