Skora á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna stöðu fanga í faraldrinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 21:17 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira