KSÍ endurgreiðir miðahöfum Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 15:01 Stemningin verður ekki svona þegar Ísland mætir Rúmeníu 8. október. Áhorfendur verða ekki leyfðir nema að eitthvað mikið breytist á allra næstu dögum. VÍSIR/DANÍEL Útséð virðist með það að áhorfendur verði leyfðir á leik Íslands við Rúmeníu á Laugardalsvelli, í umspilinu um sæti á EM karla í fótbolta. KSÍ endurgreiðir í dag þeim sem keypt höfðu miða á leikinn. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Klara sagði að engar staðfestingar hefðu borist frá UEFA varðandi áhorfendamál og að tíminn væri orðinn knappur. Áhorfendabannið sem UEFA setti á fyrir landsleikina í byrjun september væri því enn í gildi og óvíst hvenær það breyttist. Klara benti á að auk þess væru samkomutakmarkanir í gildi á Íslandi, upp á 200 manns. Þó að hægt væri að skipta Laugardalsvelli upp í nokkur hólf gæti reynst snúið að koma fyrir þó ekki væri nema 1.000 áhorfendum, jafnvel þó að UEFA heimilaði það. Umspilsleikurinn við Rúmena átti upphaflega að fara fram 26. mars. Miðar á leikinn seldust upp sama dag og þeir voru settir í sölu. Leiknum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, sem og Evrópumótinu sjálfu sem frestað var um eitt ár eða til sumarsins 2021. Hægt var að sækja um endurgreiðslu í ákveðinn tíma eftir að leiknum var frestað. Leikurinn fer fram 8. október og sigurliðið mun mæta Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. KSÍ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kári verður klár í Rúmeníuleikinn Erik Hamrén getur nýtt krafta Kára Árnasonar í leiknum mikilvæga gegn Rúmeníu 8. október. 30. september 2020 12:30 Fimm skiptingar leyfðar gegn Rúmenum og Svíum UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að leyfa fimm skiptingar það sem eftir lifir leiktíðar í keppnum á vegum sambandsins. 24. september 2020 13:20 Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. 10. september 2020 07:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Útséð virðist með það að áhorfendur verði leyfðir á leik Íslands við Rúmeníu á Laugardalsvelli, í umspilinu um sæti á EM karla í fótbolta. KSÍ endurgreiðir í dag þeim sem keypt höfðu miða á leikinn. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Klara sagði að engar staðfestingar hefðu borist frá UEFA varðandi áhorfendamál og að tíminn væri orðinn knappur. Áhorfendabannið sem UEFA setti á fyrir landsleikina í byrjun september væri því enn í gildi og óvíst hvenær það breyttist. Klara benti á að auk þess væru samkomutakmarkanir í gildi á Íslandi, upp á 200 manns. Þó að hægt væri að skipta Laugardalsvelli upp í nokkur hólf gæti reynst snúið að koma fyrir þó ekki væri nema 1.000 áhorfendum, jafnvel þó að UEFA heimilaði það. Umspilsleikurinn við Rúmena átti upphaflega að fara fram 26. mars. Miðar á leikinn seldust upp sama dag og þeir voru settir í sölu. Leiknum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, sem og Evrópumótinu sjálfu sem frestað var um eitt ár eða til sumarsins 2021. Hægt var að sækja um endurgreiðslu í ákveðinn tíma eftir að leiknum var frestað. Leikurinn fer fram 8. október og sigurliðið mun mæta Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM.
KSÍ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kári verður klár í Rúmeníuleikinn Erik Hamrén getur nýtt krafta Kára Árnasonar í leiknum mikilvæga gegn Rúmeníu 8. október. 30. september 2020 12:30 Fimm skiptingar leyfðar gegn Rúmenum og Svíum UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að leyfa fimm skiptingar það sem eftir lifir leiktíðar í keppnum á vegum sambandsins. 24. september 2020 13:20 Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. 10. september 2020 07:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Kári verður klár í Rúmeníuleikinn Erik Hamrén getur nýtt krafta Kára Árnasonar í leiknum mikilvæga gegn Rúmeníu 8. október. 30. september 2020 12:30
Fimm skiptingar leyfðar gegn Rúmenum og Svíum UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að leyfa fimm skiptingar það sem eftir lifir leiktíðar í keppnum á vegum sambandsins. 24. september 2020 13:20
Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. 10. september 2020 07:30