Bransadagar á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 16:35 Frá RIFF spjalli á dögunum. Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira