Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2020 08:39 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Lucknow í morgun. AP Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa. Indland Trúmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa.
Indland Trúmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira